Um Ögur

Markmið félagsins er að sérhæfa sig í að bjóða fyrsta flokks atvinnuhúsnæði til leigu fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög.
New Paragraph
15
Eignir
30.000
Fermetrar
32
Leigutakar
Afhverju að velja Ögur
Vandaðar Leigueiningar
Fasteignafélagið Ögur er leiðandi í fasteignamarkaði og leggur mikla áherslu á gæði, fagmennsku og traust. Félagið hefur áralanga reynslu í kaupum, sölu, leigu og rekstri fasteigna, og býður viðskiptavinum sínum upp á heildstæða þjónustu þar sem hvert skref er unnið með fagmennsku að leiðarljósi. Gæðin okkar birtast í vönduðum eignum, vel ígrunduðum fjárfestingarákvörðunum og einstakri umönnun þegar kemur að viðhaldi og rekstri fasteigna.
Stefna félagsins
Við leggjum sérstaka áherslu á langtímastefnu þar sem hagsmunir viðskiptavina eru hafðir í fyrirrúmi. Markmið okkar er að tryggja trausta eignastýringu sem stuðlar að stöðugum verðmætum til framtíðar. Með sterku teymi sérfræðinga og samvinnu við helstu fagaðila á markaðnum tryggjum við ávallt gæðavinnu og framúrskarandi árangur.
Þegar þú velur Fasteignafélagið Ögur, velur þú félag sem hefur gæði, öryggi og viðskiptavininn í öndvegi
Framtíðarsýn
Markmið okkar er að þróa og byggja eignir sem uppfylla hæstu gæðastaðla og bjóða upp á hagnýtar, vistvænar lausnir fyrir nútímaviðskiptavini.Við vinnum markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í allri starfsemi okkar – frá hönnun og skipulagi til framkvæmda og reksturs.
Með öflugu og reyndu teymi leggjum við áherslu á að fylgja þróun tækni og hönnunar, og byggja húsnæði sem mætir þörfum fyrritækja í framtíðinni. Við horfum til framtíðar með bjartsýni, stöðugri endurskoðun og nýrri hugsun sem tryggir að við verðum ávallt fremst í flokki þegar kemur að framúrskarandi fasteignaþróun á Íslandi.
Saga félagsins
Fasteignafélagið Ögur var stofnað um síðustu aldamót og mun fagna 25 ára afmæli árið 2025. Félagið hefur ávallt einblínt á fjárfestingar á atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki ,opinberar stofnanir og sveitarfélög.